Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða fjármálafyrirtækinu Lýsingu rúmar 10 milljónir króna, vegna ólögmætrar gjaldtöku vegna reksturs embættis Umboðsmanns skuldara.

Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi ekki tekist að sýna fram á að nægileg tengsl hafi verið á milli hins umþrætta þjónustugjalds og fjárhæðar þess annars vegar og hins vegar þeirrar þjónustu sem umboðsmaður skuldara veitti Lýsingu. Af þessum sökum gat ákvæði laga um Umboðsmann skuldara ekki staðist án viðhlítandi lagaheimildar, sem fullnægði kröfum stjórnarskrárinnar.

Að mati dómsins fullnægði ákvæðið sjálft ekki kröfum nefndra stjórnarskrárákvæða þar sem í því var ekki nægilega skýrt kveðið á um álagningarstofn og álagningarhlutfall.

Féllst dómurinn því á það með Lýsingu að taka gjalds hafi verið ólögmæt og að ríkinu beri að endurgreiða honum fjárhæð þess ásamt vöxtum.

Dómurinn gæti haft fordæmisgildi fyrir önnur fjármálafyrirtæki sem greitt hafa þetta gjald til Umboðsmann skuldara.