Karl Garðarsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, segir að þegar kosið var í nefndir þingsins í vor hafi komið í ljós að kynjaskipting var býsna ójöfn. Farið var samstundis í að breyta því og hafi stjórnarflokkarnir verið duglegir við að flytja fólk á milli nefnda.

Brynhildur S. Björnsdóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, vakti máls á því við upphaf þingfundar á Alþingi í dag að tekið hafi verið eftir því á fundi nefndar Karls á dögunum að þrír karlar sitji í henni. Í nefndinni sitja fulltrúar stjórnarflokkanna auk fulltrúa VG.

Karl sagði að vissulega hafi átt að breyta kynjahlutfallinu fyrir utanför nefndarmanna en ekki náðst samkomulag um málið, þ.e. hver ætti að víkja og hvaða kona ætti að koma í staðinn. Það hafi hins vegar ekki tekist.

Hann lýsti eftir manneskju sem geti tekið á málum sem þessum á þinginu.

„Það vantar inn á þingið aðila sem tekur á svona málum og hefur vald til að taka ákvörðun,“ sagði hann.