Öfgahópurinn Boko Haram í Nígeríu hefur loksins verið sigraðir og hrakinn frá sínu síðasta vígi, segir forseti landsins.

Yfirlýsing forsetans í dag kemur reyndar á sama tíma og hryðjuverkahópur sem kennir sig við íslamska ríkið og hluti Boko Haram er í bandalagi við, lýstu yfir að þeir hefðu náð að gera vel heppnaða árás á herstöð í Yobe héraði í norðausturhluta Nígeríu á fimmtudag.

Sama dag, að því er Muhammadu Buhari, forseti landsins segir, tóks her landsins að hrekja samtökin út úr Sambisa skógi í nágrannaríkinu Borno.

Samtökin eru talin vera að færa sig suður á bóginn til að nýta sér áratugalöng átök milli múslímskra kúahirðingja annars vegar og kristinna bænda.

Í yfirlýsingunni fagnaði Buhari árangri nígerískra hersins að hafa ,,loksins komist inn í og borið sigurorð af leifunum af Boko Haram í Camp Zero," sem er djúpt inn í Sambisa skóginum.

Talið er að í skóginum hafi samtökin haldið meira en 200 skólastelpum sem samtökin rændu í apríl árið 2014 frá skóla í Chibok.

,,Lagt verður áhersla á enn harðari aðgerðir til að finna og frelsa restina af stelpunum frá chibok sem enn eru í haldi. Megi Guð vera með þeim."

Uppreisn Boko Haram síðustu 7 árin hefur valdið dauða meira en 20 þúsund manns og hrakið 2,3 milljón manns frá heimilum sínum. Sameinuðu þjóðirnar hafa varið við að 5,1 milljón manns til viðbótar eigi hættu á að svelta á svæðum sem erfitt er að komast með hjálpargögn vegna hættu á árásum Boko Haram.