Alþjóðalögreglan Interpol setti Sigurð Einarsson, fyrrum starfandi stjórnarformann Kaupþings, inn á lista sinn yfir eftirlýsta menn. Fyrr í dag var gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur Sigurði þar sem hann hefur ekki skilað sér í yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis.

Samkvæmt upplýsingum á síðu Interpol er Sigurður grunaður um skjalafals og fjársvik. Hann er 49 gamall, sköllóttur, bláyegður, 180 sentimetra hár og 114 kíló að þyngd. Handtökuskipun á hendur Sigurði er gefin út af Héraðsdómi Reykjavíkur.

Lýsingu á Sigurði á heimasíðu Interpol er hægt að sjá hér.