Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar ársins 2008. Viðurkenninguna geta hlotið fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála, að því er segir í tilkynningu frá Jafnréttisráði.

Tilgangur verðlaunanna er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis karla og kvenna og hvetja um leið til frekari dáða.

Tilnefningum skal skila fyrir 14. september til Jafnréttisráðs. Hægt er að skila tilnefningu á netfangið [email protected].