Engin dæmi eru um það í þingsögunni að fjáraukalög hafa verið jafn seint á ferðinni og nú um stundir, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns VG og fyrrverandi ráðherra. Hann lýsti eftir fjáraukalögunum í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og taldi upp að þau hafi alla jafna skilað sér um og fyrir miðjan október í gegnum árin. Hann taldi töfina hljóta að vera óþægilega fyrir hinar ýmsu nefndir Alþingis, ekki síst fjárlaganefnd.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók undir með Steingrími að fjáraukalögin væru seint á ferðinni þetta árið. Það hafi takist vegna annarra verkefna sem hafi verið fyrr á ferðinni en áður, þar á meðal tekjuöflunarfrumvarpið sem hafi fylgt fjárlagafrumvarpinu. Einungis dagaspursmál er hvenær fjáraukalagafrumvarpið mun skila sér og verða dreift á Alþingi, að sögn Bjarna.