Þrír starfs­menn toll­af­greiðslu­deildar Skattsins báru svo við fyrir dómi að af­skipti Bænda­sam­taka Ís­lands hefðu haft á­hrif á toll­flokkun á jurta­olíu­blönduðum osti. Verk­efna­stjóri hjá Mjólkur­sam­sölunni (MS) segir við Bænda­blaðið að erfitt sé að sjá „hver hafi verið þörfin á að leiða starfs­menn toll­af­greiðslu­deildar fyrir dóm“ sem vitni.

Fjallað var um máls­höfðunina í Við­skipta­blaðinu í lok maí. Í málinu er deilt um það hvort af­urð, sem er að uppi­stöðu til gerð úr osti en sterkju og jurta­olíu hefur verið blandað saman við hann, skuli falla undir toll­skrár­númerið 2106.9068, svo­kallaður jurta­ostur, eða 0406.3000 sem ostur. Fyrri flokkurinn ber engan toll en á hinum síðari er 30% tollur auk 881 króna á hvert kíló­gramm.

Í um tvö ár voru slíkar vörur felldar í fyrri flokkinn en það breyttist skyndi­lega í árs­byrjun 2020 í kjöl­far bindandi á­lits toll­stjóra. Meðal gagna málsins voru tölvu­póstar frá starfs­mönnum toll­stjóra þar sem fram kemur að hin breytta flokkun „[gangi] þvert gegn skil­greinum, flokkun og á­liti [Að­þjóða­tolla­mála­stofnunarinnar]“ og að með rangri toll­flokkun opnaði ríkið á máls­sóknir.

Þegar til aðal­með­ferðar kom – málið fékk flýti­með­ferð fyrir dóm­stólum – voru fjórir starfs­menn toll­stjóra, sem eftir sam­einingu við Ríkis­skatt­stjóra er deild innan Skattsins, á vitna­lista. Í frétt í Bænda­blaðinu frá í gær er haft eftir Ernu Bjarna­dóttur, verk­efna­stjóra hjá MS, að um­ræddir starfs­menn hefðu „[lýst] ó­eðli­legum af­skiptum Bænda­sam­takanna“ sem hefðu haft þau á­hrif að fjár­mála­ráðu­neytið hefði á endanum mælt fyrir um að varan skyldi toll­flokkast sem ostur. Því hefðu þar verið á ferð skipanir að ofan sem starfs­menn toll­stjóra voru ó­sam­mála.

Sam­kvæmt lögum um með­ferð einka­mála er em­bættis­mönnum ó­skylt að koma fyrir dóm sem vitni, til að vitna um at­vik sem gerst hafa í em­bætti þeirra, ef leiða má málið nægi­lega í ljós með vott­orði úr em­bættis­bók eða öðru opin­beru skjali. Að mati Ernu sætir því furðu að starfs­mennirnir hafi komið fyrir dóminn.

„Í málinu lá fyrir af­staða toll­yfir­valda gagn­vart flokkun vörunnar í formi bindandi á­lits […]. Því verður vart séð hver hafi verið þörfin á að leiða starfs­menn toll­af­greiðslu­deildar fyrir dóm til að segja til um þeirra skoðun á toll­flokkun varanna,“ hefur Bænda­blaðið eftir Ernu.

Heimildir Við­skipta­blaðsins herma að starfs­menn toll­af­greiðslurdeildar Skattsins hafi ekki getað fallist á um­rædda toll­flokkun og neitað að kvitta upp á hana þar sem hún væri í ó­sam­ræmi við al­þjóð­legar toll­skrár. Því hafi deildar­stjóri endur­skoðunar­deildar, sem var fjórði starfs­maður toll­stjóra sem gaf vitna­skýrslu í aðal­með­ferðinni, skrifað undir á­kvörðunina.