Íslenski verðbréfavefurinn M5 hefur nú einnig opnað í Færeyjum á vefslóðinni M5.fo. Í frétt frá félginu segir að vefurinn er sá fyrsti sinnar tegundar í Færeyjum sem fjallar eingöngu um færeyska verðbréfamarkaðinn.

Á M5.fo er hægt að skoða öll gögn um skráð færeysk hlutafélög, bera saman gengisþróun þeirra, fylgjast með færeysku vísitölunni, skoða gjaldeyrisupplýsingar auk þess að fylgjast með nákvæmu yfirliti yfir allar viðskiptafréttir sem birtast í Færeyjum.

Undanfarið ár hafa tveir Færeyskir bankar verið skráðir á almennan hlutabréfamarkað en ásamt þeim eru færeysk olíufélög skráð á markaði í Reykjavík og London. Færeyskt viðskiptalíf hefur samfara þessu tekið nokkrum breytingum og hefur fjármálastarfsemi vaxið mjög fiskur um hrygg.

Aðstandendur M5 segja það eðlilegt skref í vexti vefsins að fara út fyrir landssteinana og vísa þar til þess að Færeyjar séu mjög svipaðar Íslandi hvað varðar menningu, viðskipti og tungumál.