Bílainnflutningur
Bílainnflutningur
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Íslendingar mega bara kaupa og flytja inn eitt farartæki erlendis frá á ári fyrir að hámarki 10 milljónir króna nái breytingartillaga við lög um gjaldeyrismál fram að ganga á Alþingi. Það er Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem leggur fram frumvarpið sem nú bíður annarrar umræðu eftir að hafa fengið tillögur frá Seðlabankanum.

Í frumvarpinu kemur fram:

Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. skal einstaklingum sem teljast til innlendra aðila heimilt að kaupa og flytja inn eitt farartæki erlendis frá á almanaksári fyrir allt að jafnvirði 10.000.000 kr. enda sé farartækið ætlað til eigin nota innan lands. Gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á grundvelli þessa ákvæðis eru háðar því skilyrði að tilkynning um kaupin hafi hlotið staðfestingu Seðlabankans. Seðlabankinn setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.