Íbúar Gangi á Sikiley eru að bjóða fólki ókeypis hús í von um að fjölga íbúum bæjarins. Það er að sjálfsögðu eitt skilyrði, fólkið þarf að gera upp húsin sem eru í niðurníslu. Þessu greinir NY Times frá.

Gangi er fagur bær við Madóní fjöllin. Húsin sem verið er að gefa eru hins vegar í niðurníslu og sum þeirra voru yfirgefin fyrir nokkrum áratugum. Þeir sem fá húsin gefins hafa einungis fjögur ár til að gera þau upp og gera þau lífvænleg. Þrátt fyrir það, hafa tugir sumarhúsaeigenda víðsvegar að úr heiminum sýnt tilboðinu áhuga. Því hafa skapast ný tækifæri fyrir byggingarmenn, viðskipti og ferðamennsku á svæðinu.

Efnahagsástandið hefur ekki verið gott að undanförnu í Sikiley og hefur íbúum í Gangi fækkað úr 16 þúsund á 6. áratug síðustu aldar í 7 þúsund í dag. Nokkur þúsund íbúar yfirgáfu hús sína í Gangi á fyrri hluta síðustu aldar og fluttu meðal annars til New York og Argentínu.

Nú þegar hafa 100 hús verið gefin eða seld á mjög lágu verði. Um 200 hús eru eftir og er nú þegar kominn biðlisti fyrir þau.