Steven A. Cohen, stofnandi vogunarsjóðsins SAC Capital Advisors, má ekki stýra fé fyrir viðskiptavini til ársins 2018. Þetta er liður í sátt hans við bandaríska fjármálaeftirlitið vegna innherjasviksmáls. Þá var hann sakaður um að hafa ekki haft næga yfirsýn yfir starfsmanni sínum sem var sakfelldur fyrir innherjasvik.

Sáttin bindur enda á óvissu um framtíð Cohen sem stofnaði vogunarsjóðinn SEC Capital árið 1992 en flæktist í umfangsmikið innherjasviksmál árið 2012. Cohen hefur hvorki játað né neitað fyrir niðurstöðum fjármálaeftirlitsins. SAC hefur breytt nafni sínu í Point72 og sérhæfir sig nú í að sjá um persónulegan auð Cohen.

Í bréfi til starfsmanna sinna sagði Cohen að sáttin myndi ekki leiða til þess að Point72 myndi stýra fé fyrir aðra þegar hann fær heimild til þess.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times .