Magnús Geir Þórðarson má búast við því að mánaðarlaun hans hækki um rúmar 200 þúsund krónur við það að færa sig úr stóli leikhússtjóra Borgarleikhússins yfir í stól Útvarpsstjóra. Tilkynnt var í seint í gærkvöld að Magnús Geir yrði ráðinn útvarpsstjóri að undangengnu ráðningaferli sem var í höndum Capacent og stjórnar RÚV.

Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út síðasta sumar var Magnús Geir með 1.028.000 krónur á mánuði í starfi leikhússtjóra. Laun útvarpsstjóra eru hins vegar ákveðin af kjararáði. Í umfjöllun um laun Páls Magnússonar fyrrverandi útvarpsstjóra á mbl.is á dögunum kom fram að laun hans eru 1.220.777 krónur á mánuði. Ekki er ástæða til annars en að ætla en að Magnús Geir fái sömu laun.