*

föstudagur, 23. október 2020
Erlent 3. september 2020 07:04

MacKenzie Scott ríkasta kona heims

Nú er Mackenzie Scott metin á um 9.200 milljarða króna en hún hyggst gefa að minnsta kosti helming auðæfa sinna.

Ritstjórn
Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og MacKenzie Scott eru fráskilin en nú er Bezos ríkasti maður heims og Scott ríkasta kona heims.
epa

MacKenzie Scott, fyrrum eiginkona Jeff Bezos, er nú ríkasta kona heims en eignir hennar eru metnar á yfir 66 milljarða dollara, andvirði 9.200 milljarða króna. 

Scott er skáldsagnahöfundur auk þess að hafa gefið og unnið töluvert fyrir góðgerðasamtök. Auð hennar má samt rekja fyrst og fremst rekja til hluta hennar í Amazon. Jeff Bezos er ríkasti maður heims og eru eignir hans metnar á tæplega 28.600 milljarða króna.

Sjá einnig: Musk orðinn þriðji ríkastur í heimi

Í kjölfarið á skilnaði þeirra fékk Scott um fjögur prósent hlut í Amazon. Það sem af er ári hafa hlutabréf félagsins hækkað um 86%. Umfjöllun á vef NBC news.

Scott skrifaði undir hjá The Giving Pledge, sem hvetur þá forríku að gefa til góðgerðamála, þess efnis að hún muni gefa að minnsta kosti helming af auðæfum sínum til góðgerðasamtaka. Ríflega 1,2 billjón dollarar hafa safnast til samtakanna sem sett voru á laggirnar árið 2010.