Macland opnar nýja verslun í Hafnarfirði en fyrirtækið er einnig með verslun að Laugavegi 23. Starfsemin á Laugavegi mun haldast óbreytt. Nýja verslunin verður staðsett í Hellugrauni 14-16.

„Við erum að svara kallinu frá viðskiptavinum sem eiga ekki leið um miðbæinn og vilja versla nær sinni heimabyggð. Þetta er því tækifæri fyrir okkur að vera tölvubúðin fyrir Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes, Kópavog og Reykjanesbæ. Ástæða þess að Hafnarfjörður varð fyrir valinu er vegna Hemma sem stofnaði Macland með mér en hann var úr Hafnarfirði. Ég veit að hann væri stoltur af þessari þróun,” segir Hörður Ágústsson, eigandi Macland.

Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og sérhæfir sig í sölu og þjónustu við allar Apple vörur.