Ástralski bankinn Macquarie Bank hefur ákveðið að hækka ekki kauptilboð sitt í kauphöllina í London (LSE), segir í frétt BBC.

Bankinn hefur ekki fengið stuðning meirihluta hluthafa LSE og telur ekki mögulegt að fullnægja kröfum þeirra um verðhugmyndir.

Deutsche Börse og evrópska kauphöllin Euronext hafa einnig gert tilraunir til að kaupa LSE. Sumir sérfærðingar telja að samstarf LSE og norrænu kauphallarinnar OMX, sem líst hefur áhuga sínum á því að kaupa Kauphöll Íslands, sé einnig hugsanlegt

Kauptilboð Macquarie Bank hljóðar upp á 580 pens á hlut en gengi bréfa LSE hefur hækkað stöðugt á meðan viðræður hafa staðið yfir og síðdegis í dag var gengið 834,5 pens á hlut og hækkuðu bréfin um 10,5 pens síðan hlutabréfamarkaðurinn opnaði fyrir viðskipti.

Kauptilboðið rennur út þann 28. febrúar.