Sigurstranglegasti forsetaframbjóðandi íhaldsmanna í Frakklandi, Francois Fillon, hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Nýverið hefur hann þurft að sæta harðri gagnrýni vegna þess að þegar hann sat á þingi, réð hann konu sína sem aðstoðarmann, en hún hefur verið sökuð um að vera atkvæðalítið í starfi sínu.

Hins vegar vex miðjumanninum Emmanuel Macron, sem klauf sig út úr franska Sósíalistaflokknum nýverið, vaxið fiskur um hrygg í kapphlaupinu um forsetastólinn í Frakklandi. Macron býður sig fram fyrir miðjuflokkinn En Marche! sem leggur áherslu á blöndu af markaðs- og félagshyggju.

Í nýrri könnun Elabe fyrir Les Echos blaðið sem framkvæmd var seinustu tvo dagana í janúar, er Macron sigurstranglegastur. Marine Le Pen, sem hefur löngum verið talið líkleg til þess að verða forseti.

Í könnun Elabe eru settar fram tvær sviðsmyndir - ein þar sem Macron býður sig einn fram sem miðjuframbjóðandi - en önnur sviðsmynd þar sem hann þarf að keppa við annan miðjuframbjóðanda, Francois Bayrou. Samkvæmt henni yrði Macron með um 22-23 prósent atkvæða í fyrstu umferð, en Le Pen með um 26-27 prósent atkvæða. Fillon dettur út úr kapphlaupinu í báðum tilvikum.

Samkvæmt skoðanakönnuninni myndi seinni umferðin fara þannig að Macron myndi sigra Le Pen með 65 prósent atkvæða. Úrtak í könnuninni var 1000 einstaklingar og var sú eina sem birt hefur verið eftir að upp komst um skandal Fillon.