Miðjumaðurinn Emmanuel Macron, frambjóðandi En Marche! sigraði Marine Le Pen, frambjóðanda Front National í forseta kosningunum í Frakklandi.

Allt virðist benda til þess að Macron hljóti um 65% atkvæða en Le Pen 34,5% að því er kemur fram í kosningaumfjöllun BBC . Macron verður því yngsti forseti sögunnar í Frakklandi, 39 ára að aldri.

Emmanuel Macron styður áframhaldandi veru Frakklands í ESB og evrusamstarfinu, en Marine Le Pen sem hann sigraði annarri umferð forsetakosninganna er hins vegar á því að Frakkar eigi að hætta í evrusamstarfinu og gefa aðild Frakklands í ESB upp á bátinn. Le Pen er heldur ekki þekkt fyrir hrifningu af frjálsri verslun.