*

sunnudagur, 28. febrúar 2021
Erlent 10. október 2020 16:01

Macy's eignast hlut í Klarna

Macy's semur við Klarna um notkun á netgreiðslukerfi. Eignast fyrir vikið hlut í sænska netbankanum.

Ritstjórn
epa

Bandaríski verslunarrisinn Macy's og sænski netbankinn Klarna hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að greiðsludrefingarlausnir bankans munu standa viðskiptavinum netverslunar Macy's til boða. Felur samningurinn jafnframt í sér að Macy's mun eignast hlut í Klarna. FT greinir frá.

Samstarfssamningur er einn af mörgum samningum sem Klarna stefnir á að gera Vestanhafs áður en ráðist verður í fyrirhugaða skráningu á markað. Stefnir fyrirtækið, en um er að ræða það tæknifyrirtæki sem ekki er skráð á markað sem metið er á mestan pening eða 10,6 milljarða dollara, á að skrá hlutabréf sín á markað á næsta eða þar næsta ári.

Macy's bætist þar með í hóp eigenda Klarna, sem inniheldur aðila á borð við fataverslunarkeðjuna H&M, fjárfestingarsjóðinn Sequoia Capital og kínverska félagið Ant Group, sem er móðurfélag Alipay.

Stikkorð: Macy's Klarna