Bandaríska verslunarkeðjan Macy‘s tilkynnti í gærkvöldi að til stæði að setja upp allt að 7.000 manns vegna samdráttar í sölu og minni umsvifa verslunarinnar.

Verslunarkeðjan mun segja upp bæði afgreiðslu- og skrifstofufólki. Félagið segir að með þessu megi spara allt að 400 milljónir Bandaríkjadala.

Hér er þó aðeins um að ræða 4% starfsmanna keðjunnar en hjá Macy‘s starfa um 180 þúsund manns en keðjan rekur alls 810 verslanir.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að búist er við sölusamdrætti upp á 6-8% á þessu ári.

Í gær birti viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna tölur um einkaneyslu sem dregist hefur saman síðustu sex mánuði.