Irving Picard, skiptastjóri þrotabús bandaríska fjársvikarans Bernie Madoff grunar að fleiri í Maddoff-fjölskyldunni tengist svikamyllu sem var í gangi um margra ára skeið og leiddi til þess að fjárfestar töpuðu vel á annan tug milljarða dala. Þetta er talin vera ein stærsta svokallaða Ponzi-svikamylla sem uppgötvast hefur í Bandaríkjunum og var Bernie Maddoff dæmdur í 150 ára fangelsi vegna málsins fyrir sléttum þremur árum.

Peter Madoff, samverkamaður og bróðir Bernies, hefur nú viðurkennt að hafa vitað af brotunum, falsað skjöl, veitt vísvitandi ranga fjárfestingaráðgjöf og fleira í þeim dúr. Hann á yfir höfði sér 10 ára fangelsisdóm vegna svikanna sem talin eru hafa átt sér stað í um 30 ár.

AP-fréttastofan hefur eftir Picard að fjölskyldur Madoff-bræðra hafi lifað í vellystingum og hafi þeim átt að hafa verið að ekki var allt með felldu í fjármálaumsýslunni. Þá bendir hann á að eiginkona Peter Madofs, dóttir hans og frændfólk hafi greitt úr sjóðum fyrirtækisins langtum fram það sem raunverulega var í þeim.