Bernard Madoff, sem nú afplánar 150 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum vegna Ponzi-svindls, segir að ný lög um fjármálakerfið þar í landi séu aðhlátursefni og að stjórnvöld séu Ponzi-svindl.

Þetta lætur Madoff hafa eftir sér í viðtali við New York Magazine og birtist í gærkvöldi. Madoff segist ekki vera vondur maður en hann er einn hataðasti maður Bandaríkjanna eftir að upp komst um pýramídasvindl hans. Í kjölfarið hefur fjölskylda hans fallið saman og er fjallað um aðstæðurnar í viðtalinu sem má lesa í heild sinni hér .