Poppstjarnan Madonna halaði inn um 125 milljónir dollara í fyrra. Þetta gera eina 15 milljarða íslenskra króna. Hún getur þakkað tónleikaferðalaginu hennar, MDNA tour, fyrir en einnig fata- og ilmvatnslínunum sínum. Þetta gerir Madonnu hæstlaunuðustu stórstjörnuna í heimi.

Bandaríska tímaritið Forbes segir á vef sínum málið tekjur Madonnu aldrei hafa verið meiri á einu ári. Blaðið hóf að birta tekjur hennar árið 1999.

Steven Spielberg fylgdi fast á eftir Madonnu með 100 milljónir í tekjur. Hann þénaði mest af endurútgáfu Jurassic Park og ET í þrívídd.

Athyglisverðast er að spjallþáttadrottningin, Oprah Winfrey, er ekki á topp 10 listanum yfir þær stjörnur sem þéna mest. Hún er komin niður í 13. sæti með 77 milljónir dollara.