Tveggja daga fundur Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra og Jakobs Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, hefst á morgun. Fundurinn er liður í árlegum tvíhliða samningum ríkjanna, að því er fram kemur á vefsíðu RÚV.

Ráðherrarnir munu ræða fiskveiðar og samstarfs þjóðanna í sjávarútvegsmálum. Þá er ljóst að makrílveiðar og staðan í þeim málum verður einnig rædd.

Fyrir skömmu sömdu Norðmenn, Evrópusambandið og Færeyingar um skiptingu makrílkvótans eftir að Íslendingar voru farnir heim af samningafundinum.

Sigurður Ingi segir í samtali við RÚV að þessi mál verði auðvitað rædd en hann muni þó ekki fara reiður á fundir Vestergaards.

„Maður á aldrei að vera reiður, ekki þegar maður mætir til samningafunda,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við RÚV