Nicolas Maduro, forseti Venesúela, ákvað að nýta sér reiði heimamanna vegna hótanna Donald J. Trump, forseta Bandaríkjanna, og hélt stuðningsfund gegn heimsvaldssinnum í dag. Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, er nú á leið til Rómönsku-Ameríku. Reuters greinir frá.

Í síðustu viku talaði Donald Trump fyrir því að hernaðarleg lausn á vandanum í Venesúela væri á borðinu. Pence dróg hins vegar yfirlýsingu forsetans að mestu leyti til banka og sagði að bandarísk stjórnvöld væru viss um að hægt væri að finna friðsamlega lausn á vandanum í Venesúela. Ófremdarástand hefur ríkt í ríkinu sem er statt í miklum efnahagsvanda. Alls hafa 120 manns dáið í mótmælum gegn forsetanum Maduro.

Ummæli Trumps gætu hafa kveikt reiðibál í hjörtum Venesúela og gætu reynst vatn í myllu hins óvinsæla Maduro að því er kemur fram í umfjöllun Reuters. Maduro, líkt og Hugo Chavez, forveri hans trúir því statt og stöðugt að eina leiðin til að berjast gegn ofríki Bandaríkjanna sé með sósíalisma.

Gjaldeyrisforði Venesúela minnkar óðfluga og á sama tíma er verðbólga gífurleg. Mótmæli eru á götum úti, en Maduro situr sem fastast.