Bandaríska ráðgjafafyrirtækið ISS Advisory Group hefur mælt með því við hluthafa fjölmiðlarisans NewsCorp þar sem öldungurinn Rupert Murdoch fer með völdin að 13 af 15 stjórnarmönnum fyrirtækisins verði skipt út á næsta aðalfundi félagsins. Þar á meðal eru Murdoch og synir hans James og Lachlan.

Aðalfundurinn fer fram í næstu viku og í áliti ISS segir að símahlerunarhneykslið í Bretlandi, þar sem News of the World, blað í eigu NewsCorp, lét hakka síma fólks, hafi valdið fyrirtækinu miklu tjóni auk þess að sýna fram á getuleysi stjórnarinnar til þess að takast á við vandann á sjálfstæðan hátt.

Þá hefur ISS mælt með því að stjórnarmönnum verði ekki greidd sú þóknun fyrir stjórnarsetu sína sem lögð hefur verði til.