Lagt er til í skýrslu verkefnahóps um framtíðarskipa húsnæðismála að fjármagnstekjuskattur á tekjur af útleigu íbúðarhúsnæðis utan atvinnurekstrar og á grundvelli langtímaleigusamninga verði lækkaður niður í flata skattálagningu upp á 10%. Þetta er 50% lækkun frá því sem áður var. Jafnframt þessu leggur leggur verkefnisstjórnin til að frítekjumark verði 1,2 milljónir króna vegna tekjuáranna 2014 – 2016.

Verkefnisstjórnin áætlar að kostnaður vegna þessi verði tæpar 300 milljónir króna.

Fram kemur í skýrslunni að talið sé að aðgerðin muni helst hafa áhrif á þeim stöðum þar sem útleiga á íbúðarhúsnæði til ferðamanna er án tilskilinna leyfa og skattgreiðslna er algengust. Hópurinn segir einnig mikilvægt að stjórnvöld efli eftirlit og aðhald með útleigu á íbúðum, t.d. að þess sé gætt að skattlagning húsnæðis sé í samræmi við varanlega notkun þess. Þannig ætti útleiga íbúðarhúsnæðis með langtímaleigusamningi að verða hagkvæmasta leiðin þegar aðilar vega  og meta hvað sé fýsilegast að gera við autt íbúðarhúsnæði.