Afborganir af erlendum lánum verða þungar á næstu árum. Helsta skýringin eru afborganir af skuldabréfi sem Landsbankinn gaf út til forvera síns, LBI, vegna uppgjörs á yfirfærslu lánasafns gamla bankans til þess nýja. Til að létta byrðina og takmarka áhættuna að lengja í skuldabréfinu.

Greiningardeild Arion banka fjallar um málið í Markaðspunktum sínum í dag. Þar segir m.a. skiljanlegt að stjórnvöld vilji takmarka áhættu vegna endurgreiðslubyrðarinnar. Þá segir deildin að auk þess myndi það auðvelda afnám hafta að dreifa endurgreiðslum erlendra lána þjóðarbúsins yfir lengra tímabil og skapa þannig borð fyrir báru að leysa annað fjármagn úr viðjum hafta.

Tveir kostir eru færir í stöðunni, að mati greiningardeildar Arion banka. Annarsvegar sá að Landsbankinn gefi út skuldabréf erlendis líkt og hinir stóru bankarnir hafa gert á undanförnum 12 mánuðum og hinsvegar að bankinn endursemji um skilmála bréfsins við LBI.

„Við teljum yfirgnæfandi líkur á að blönduð leið þessara kosta verði farin,“ segir í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.