Fyrirtækjagreining Arion banka mælir með kaupum á hlutabréfum Vodafone þrátt fyrir það mat deildarinnar að útboðsgengið sé í hærra lagi í væntanlegu hlutafjárútboði í næstu viku. Væntanlegt verð á hlutabréfum í útboðinu er 28,8 til 33,3 krónur á hlut. Fyrirtækjagreiningin setur 32,5 króna verðmiða á hvern hlut í fjarskiptafyrirtækinu. Útboðið verður haldið dagana 3. til 6. desember í næstu viku og er stefnt að því að selja 60% hlut í Vodafone fyrir á bilinu 5,8 til 6,7 milljarða króna.

Fyrirtækjagreiningin segir í verðmati sínu á félaginu ekki áberandi útboðsaflátt að finna og telur hugtakið hafa fallið í gleymskunnar dá í skugga gjaldeyrishafta þar sem fjárfestingarkostir eru af skornum skammti.

Í verðmati Arion banka segir fyrirtækjagreining bankana að hún sé næsta viss um að útboðið klárist enda seljandinn í eigu margra stærstu fagfjárfesta landsins enda þarna komin leiði til að færa eignina frá Framtakssjóðnum til eigenda hans.