Stjórnir kirkjugarða landsins hafa ekki staðið sig vel þegar kemur að skilum ársreikninga til Ríkisendurskoðunar. Stjórnum kirkjugarða ber að skila reikningum næstliðins árs fyrir 1. júní ár hvert. Í byrjun nóvember í fyrra höfðu reikningar 198 kirkjugarða af 243 borist Ríkisendurskoðun. Það þýðir að 18,5% stjórnar kirkjugarða landsins skiluðu ekki uppgjörum innan tímamarka og teljast það dræmar heimtur.

Með hliðsjón af því hefur Ríkisendurskoðun ítrekað hvatt tli þess að kannaðir verði möguleikar á frekari samningum kirkjugarðsstjórna en þegar hafa orðið.

Fram kemur í ársskýrslu Ríkisendurskoðunar að kirkjusóknir standi sig nokkuð betur í skilum á ársuppgjörum en stjórnir kirkjugarða. Í nóvember í fyrra höfðu nefnilega Ríkisendurskoðun borist ársreikningar 241 sóknar fyrir árið 2012 af samtals 272 starfandi sóknum. Það gera 88,6% heimtur.