Samhliða uppgangi í íslensku efnahagslífi aukast líkur á því að fjármálafyrirtæki fari að falast eftir starfsfólki Fjármálaeftirlitsins. Fram hefur komið að eitt af vandamálum FME í aðdraganda falls bankanna var skortur á hæfu og reynslumiklu starfsfólki. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, segir að enn séu ekki vísbendingar um að sú þróun sé að endurtaka sig. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Fram kemur í úttekt AGS að hátt í helmingur starfsfólks FME hafi starfað hjá stofnunni skemur en fimm ár og aðeins örfáir hafi meira en tíu ár reynslu. Mikilvægt sé að marka skýra stefnu um hvernig stofnunin hyggst halda á starfsfólki á komandi árum. Í úttektinni er skoðuð fylgni FME við 29 kjarnareglur Basel-nefndarinnar um skilvirkt bankaeftirlit. Bent er á í úttektinni á mikilvægi starfsþjálfunar í samstarfi við erlendar eftirlitsstofnnandi og að mikilvægt sé að FME geti boðið starfsfólki aðlaðandi launakjör.