Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti nýtt verkfæri á málþingi um verk­efnið Vandað – Hag­kvæmt – Hratt . Hægt er að nota verkfærið til þess að skoða hinar ýmsu staðreyndir um húsnæðismarkaðinn.

Nú er hægt að nálgast upplýsingarnar á myndrænan hátt. Hægt er að nálgast Mælaborðið hér.

Ráðuneytið vann verkefnið m.a í samvinnu við Capacent, með aðkomu annarra aðila. Heimildir voru m.a. sóttar í Þjóðskrá, frá Hagstofu Íslands, Velferðarráðuneyti, Capacent, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Jóni Rúnari Sveinssyni félagsfræðingi.

Eftirfarandi hluti er hægt að finna með verkfærinu:

  • Fjöldi íbúða á Íslandi, skipt eftir landsvæðum og sveitarfélögum. Gögn frá 2006–2016.
  • Fjöldi leiguíbúða á vegum sveitarfélaga (félagsleg úrræði), skipt eftir sveitarfélögum. Gögn frá 2006–2016.
  • Upplýsingar um fjölda og veltu kaupsamninga, skipt eftir póstnúmerum. Gögn frá júlí 2006 til ágúst 2016.
  • Upplýsingar um þinglýsta leigusamninga, fjölda og leiguverð, skipt eftir póstnúmerum. Gögn frá janúar 2011 til ágúst 2016.Fjármögnunaraðilar og tegundir lána. Gögn frá árunum 2010–2015.