*

miðvikudagur, 23. október 2019
Innlent 20. september 2019 11:39

Mælikvarðar á lífsgæðum liggja fyrir

Mælikvörðunum er ætlað að vera mikilvægt tæki fyrir stefnumótun stjórnvalda.

Ritstjórn
Forsætisráðherra skipaði formann nefndar um hagsæld og lífsgæði.
Haraldur Guðjónsson

Niðurstöður nefndar um hagsæld og lífsgæði eru nú til umsagnar á samradsgatt.is til 23. október. Nefndin, sem skipuð var af forsætisráðherra, skilaði tillögu að 39 félagslegum, umhverfislegum og efnahagslegum mælikvörðum sem eru lýsandi fyrir hagsæld og lífsgæði á Íslandi.

„Mælikvörðunum er ætlað að gefa góða yfirsýn yfir lykilþætti velsældar á Íslandi og vera mikilvægt tæki fyrir stefnumótun stjórnvalda,“ segir á vef Samráðsgáttar.

Nefndin var skipuð níu nefndarmönnum og var Lárus Blöndal, fulltrúi forsætisráðuneytisins, formaður nefndarinnar.

Mælikvarðarnir 39 eru í þremur þáttum og þrettán undirflokkum. Til Félagslegra þátta telja m.a. heilsa, menntun, félagsauður. Undir efnahagslega þætti má telja atvinnu, húsnæði og tekjur. Þá teljast til umhverfislega þætti hlutir eins og loftgæði, úrgangur og endurvinnsla. 

Mælikvörðunum er ætlað að gefa fyllri mynd af velsæld en hefðbundnir efnahagslegir mælikvarðar, eins og landsframleiðsla, með því að mæla þætti sem hafa áhrif á daglegt líf fólks og heimila í landinu. Þeir taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og byggja á opinberum hagtölum og eru samanburðarhæfir við önnur lönd.

„Samkvæmt könnun sem nefndin lét gera skiptir heilsa (þ.e. góð heilsa og greiður aðgangur að heilbrigðisþjónustu) landsmenn mestu máli þegar þeir meta eigin lífsgæði. Næst koma samskipti við vini og fjölskyldu, húsnæði og afkoma. Landsmenn setja heilsu einnig í fyrsta sæti þegar þeir meta hvað einkennir góð samfélög. Niðurstöður könnunarinnar eru í viðauka skýrslunnar.“

Stikkorð: um Nefnd hagsæld