Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mælir samkvæmt dagskrá þings í dag fyrir aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að taka á skuldavanda heimila landsins. Eins og áður hefur komið fram, s.s. í stefnuræðu hans á mánudag, er áætlunin í tíu liðum . Sigmundur sagði m.a. í ræðu sinni að fyrstu skrefin í innleiðingu áætlunarinnar verði stigin á sumarþingi. Áætluninni var svo dreift á Alþingi sem þingskjal á þriðjudag. Þetta var jafnframt eitt helst kosningaloforð Framsóknarflokksins í síðustu þingkosningum.

Áætlunin hljóðar m.a. upp á höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána, stofnun leiðréttingarsjóðs og lyklalög. Þá mun sérfræðihópu um afnám verðtryggingar neytendalána verða settur á laggirnar ásamt öðrum aðgerðum sem snúa að skuldamálum heimilanna.