Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að mæla fyrir frumvarpi um banni á verkfall flugmanna strax að loknum eldhúsdagsumræðum. Eldhúsdagsumræðurnar hófust klukkan korter í átta og það má búast við því að þeim ljúki á tíunda tímanum.

Hanna Birna sagði í samtali við kvöldfréttir beggja sjónvarpsstöðvanna að lögin væru lögin algjört neyðarúrræði. „Auðvitað erum við alltaf að vonast til þess, og við höfum sagt það allan tímann, að á meðan menn eru að ræða saman þá erum við ekki að blanda okkur í það. En þegar búið er að slíta viðræðum og engin lausn í sjónmáli verðum við, því miður, að axla þessa ábyrgð,“ sagði hún í samtali við RÚV.