Íbúðalánasjóður má lána einstaklingum 80% af mati fasteigna og er sjóðnum heimilt að lána vegna fasteigna sem metnar eru á 50 milljónir króna að hámarki samkvæmt fasteignamati. Þetta kemur fram í frumvarpi um breytingar á lögum um sjóðinn sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag.

Ekkert sambærilegt hámark er í gildandi lögum og hefur Íbúðalánasjóði verið heimilt að lána vegan dýrara húsnæðis.

Fram kom í máli Guðbjarts að breytingin rúmist innan félagslegra markmiða sjóðsins.

Leigumarkaður ÍLS

Í umræðum um frumvarp um breytingar á lögum um Íbúðalánasjóð kom fram að hann á orðið meira en 1.100 íbúðir víða um land. Guðbjartur sagði að þar af séu á bilinu 600 til 700 í útleigu. Stefnt sé að því að þær fari inn í leigufélag á vegum Íbúðalánasjóðs. Hann tæpti á nokkrum annmörkum leigufélagsins, svo sem þeim að setji sjóðurinn og margar íbúðir á leigumarkað þá geti það raskað markaðnum.

„Við höfum búið of lengi við það að fólk hefur misst leiguhúsnæði sitt og þurft að kaupa húsnæði sitt,“ sagði Guðbjartur og lagði áherslu á það að búa hér til varanlegan leigumarkað.

Frumvarpið