Merki LinkedIn.
Merki LinkedIn.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Fjármálastofnanirnar Morgan Stanley, Bank of America Merrill Lynch, J.P. Morgan og UBS leiddu nýskráningu samfélagsmiðilsins LinkedIn á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Sömu bankar mæla nú allir með kaupum eða yfirvogun.

LinkedIn var stofnað árið 2002 og starfrækir nú stærsta viðskiptatengslanet heims með yfir 100 milljónum notenda í yfir 200 löndum. Verð LinkedIn er í dag um 85 Bandaríkjadalir á hlut en greiningaraðilar meta verðmæti hlutarins á 85 til 92 Bandaríkjadali á hlut.