*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Innlent 24. mars 2020 13:30

Mæti með vottorð út á völl

Icelandair skoðar áhuga á Alicante flugi. Utanríkisráðuneytið mælir með að Íslendingar á ferð verði með útprentað skjal.

Ritstjórn
Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Utanríkisráðuneyti Íslands hefur sent frá sér skjal sem það mælir með að íslenskir ferðalangar prenti og hafi með sér á flugvöllinn, sem og að þeir skrái hjá sér númer ráðuneytisins og hringi ef vandamál komi upp.

RÚV sagði frá því í gær að 30 Íslendingum á leið heim frá Balí í Indónesíu með millilendingu í Tælandi hafi ekki verið hleypt um borð í flugvél án staðfestingu á að vera ekki með veirusýkingu.

Jafnframt áréttar ráðuneytið að Icelandair kanni nú áhuga á flugi frá Alicante á Spáni fyrir Íslendinga sem vilji komast heim vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins Covid 19. Á heimasíðu Icelandair stendur félagið að áhugakönnun um slíkt flug en dag- eða tímasetningar slíks flugs liggi ekki fyrir þó stefnt sé að flugi seinni part þessarar viku. Félagið flaug sérstaka ferð með hóp fólks heim frá Kanaríeyjum á dögunum.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá um helgina hefur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvatt þá Íslendinga sem eru erlendis sem hyggi á heimkomu að snúa heim strax, auk þess að skrá sig í gagnagrunn borgaraþjónustunnar og hafa samband ef þeir verði strandaglópar.

Sagði Guðlaugur þetta mikilvægt því nú þegar séu flugsamgöngur víða um heim afar takmarkaðar en hann áréttar jafnframt í tilkynningu sinni að íslensku landamærin séu áfram opin öllum Íslendingum og ríkisborgurum EES ríkjanna.

Skjalið umrædda er sagt eingöngu staðfesting á þessum gildandi reglum en sé samt sem áður ekki trygging fyrir því að fólk fái að fara um borð ef flugvallarstarfsfólk á hverjum stað þekki ekki reglurnar.

Hér má sjá textann í skjalinu umrædda:

„TO WHOM IT MAY CONCERN

This is to confirm that all Icelandic citizens and permanent residents in Iceland and their close family members are not affected by the Temporary Restriction on Non-Essential Travel to the EU because of COVID-19.

These individuals are therefore allowed to board flights destined to the Member States of the European Union, the United Kingdom, and the Schengen Associated States Iceland,
Liechtenstein, Norway and Switzerland.

Iceland is a part of the Schengen Area, and thus a Schengen Associated State, and part of the EU internal market through its cooperation within the European Economic Area (the EEA), through the EEA Agreement.

Therefore, the same rules apply to Icelandic citizens and permanent residents in Iceland and their close family members as to all EU nationals and UK Citizens.“