Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, tók við fyrirtækinu seinni hluta ársins 2010. Í síðustu viku var skrifað undir tugmilljarða yfirlýsingu um endurfjármögnun þess og kaup lífeyrissjóða á 40% eignarhlut í félaginu. Um er að ræða ein stærstu einstöku viðskipti hér á landi sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa komið að.

Guðjón á fjögur á börn. Hann hefur komið víða við; bjó í Þýskalandi og Bandaríkjunum og lagði meðal annars stund á nám í Danmörku.

Leitar að gömlum Willys

„Ég hef gaman af golfi,“ segir Guðjón, aðspurður hvað hann vilji helst gera í frístundum. „En árangurinn er ekki í samræmi við ástundun.“ Guðjón segist einnig vera forfallinn aðdáandi gamalla Mustang-bíla og Willys-jeppa. „Ég er búinn að uppfylla væntingarnar og ferðirnar á gömlum Mustang en ég á eftir að finna gamla Willys-jeppann,“ segir Guðjón sem segist óhræddur taka þátt í fornbílareiðum niður Laugaveginn. „Jájá, með rúðuna skrúfaða niður, handlegginn út og tónlistina í botni,“ segir hann spurður um þátttöku í slíkum ferðum.

Nánar er farið yfir ævi og störf Guðjóns á Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.