*

föstudagur, 18. september 2020
Innlent 5. september 2013 11:09

Mætti í ósamstæðum skóm á fund með Obama

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sýktist á fæti. Gat ekki fundað með Barack Obama í lakkskóm.

Jón Aðalsteinn Bergsvein

„Sigmundur er búinn að vera bólginn vegna sýkingar í vikunni, sem ágerðist í gær. Líklega hafa flugferðirnar espað bólguna eitthvað upp,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, í skilaboðum til VB.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra klæddist Nike-íþróttaskó á vinstri fæti á fundi sínum með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og leiðtogum Norðurlandanna í Stokkhólmi í gær. Fundarefnið voru hitamál dagsins, s.s. málefni Miðausturlanda og efnavopnaárás í Damaskus í Sýrlandi.