Ítalska dagblaðið La Stampa fullyrti í gær að mafían í Napólí stæða að baki sölu af ólögulegum upptökum af  kvikmyndinni Gomorra, en hún kemur á DCD-diska í verslanir þann 3. desember næstkomandi.

Það telst seint til tíðinda að ítalska mafían sé uppvís af ólöglegu athæfi en það sem vekur athygli er að kvikmyndin Gomorra er byggð á samnefndri bók rithöfundarins Roberto Saviano. Bókin fjallar um Camorra-fjölskylduna sem hefur töglin og haldir í undirheimum Napólí og kunnu meðlimir hennar svo illa við efnistökin að óttast hefur verið um líf höfundarins. Saviano íhugar að flýja land en hermt er að Camorra-fjölskyldan vilji hann feigan fyrir næstu jól.

Bókin Gamorra hefur notið mikilla vinsælda um heim allan. Hún hefur selst í 1,2 milljónum eintaka og verið þýdd á fjörtíu tungumál. Kvikmyndin sem er byggð á bókinni hefur einnig fallið í góðan jarðveg. Hún fékk verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí og hún verður framlag Ítala á óskarsverðlaunahátíðinni í janúar.