Saksóknarar á Ítalíu hafa brotið upp glæpahóp sem hafði undir höndum fölsuð bandarísk ríkisskuldabréf að nafnvirði um sex þúsund milljarða bandaríkjadala. Um er að ræða hóp sem tengdur er Mafíunni á Suður-Ítalíu, en skuldabréfin voru í þremur málmkössum í Sviss.

Hin fölsuðu bréf voru látin líta svo út að þau hefðu verið gefin út árið 1934 af Seðlabanka Bandaríkjanna. Fölsuð bandarísk ríkisskuldabréf hafa áður fundist á Ítalíu, en aldrei í sambærilegu magni og nú, því nafnvirði bréfanna í þessu tilviki jafngildir tæplega helmingi allra skulda bandaríska ríkisins.

Sikiley á Ítalíu.
Sikiley á Ítalíu.