Rekstrarhagnaður Magasin du Nord rekstrarárið 2007-2008, sem lauk 28. febrúar, fyrir einskiptiskostnað, óreglulega liði og afskriftir, nam 45 milljónum danskra króna, jafngildi tæplega 800 milljóna íslenskra króna miðað við gengi íslensku krónunnar nú.

Þetta er mun betri niðurstaða en rekstrarárið 2006-2007 en þá varð rekstrartap upp á 42 milljónir danskra króna þannig að rekstrarafkoman hefur batnað sem nemur um 1,5 milljarði íslenskra króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og skatta nam 16 milljónum danskra króna á móti um 86 milljóna króna tapi rekstrarárið 2006-2007. Rekstrarniðurstaðan fyrir skatta var tap upp á 5 milljónir danskra króna en sambærileg tala fyrir fyrra rekstrarár var 79 milljóna danskra króna tap.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .