Talið er að jólasalan í Danmörku hafi verið nokkuð góð og að met hafi hugsanlega verið slegið en ekki liggja neinar opinberar tölur fyrir um það enn sem komið er.

Aftur á móti liggur nú fyrir að rífandi sala var hjá Magasin du Nord nú fyrir jólin og að veltumet var slegið þar á bæ. Söluaukningin í jólaversluninni var nær 10%, mælt á sama grunni miðað við jólaverslunina árið 2006 sem þó voru metjól hjá Magasin du Nord.

Ætla má að Magsin velti hátt í tveimur milljörðum danskra króna eða nær 26 milljörðum íslenskra en Magasin rekur sex verslanir í Danmörku.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .