Magma Energy hefur keypt eignarhluta Geysis Green Energy (GGE) í HS Orku á sextán milljarða króna. Eftir að kaupin á Magma  98% hlut í orkufyrirtækinu. Kaupverðið er greitt með reiðufé og yfirtöku skuldabréfs sem GGE gaf út og Reykjanesbær heldur á. Virði þess bréfs er um sex milljarðar króna. HS Orku er þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins og það eina sem er í einkaeigu.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að gríðarleg óánægða sé á meðal Vinstri grænna innan ríkisstjórnarinnar með söluna. Hjá þeim hafi verið mikill vilji til að beita sér fyrir því að orkufyrirtæki sem sé með áratuga leigu á nýtingarrétt á orkuauðlinda lendi ekki í höndum erlendra einkaaðila.