Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy Corp. gæti greitt umtalsverðar fjárhæðir á sölu 25% hlutar í HS Orku til lífeyrissjóða en eins og fram kom á vb.is í gær hafa lífeyrissjóðirnir ákveðið að hefja áreiðanleikakönnun á fyrirtækinu. Fyrirhugað kaupverð er 8,06 milljarðar króna en það er svipað verð og Magma greiddi fyrir hlutinn á sínum tíma. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að þar sem greitt hafi verið með aflandskrónum á genginu 200 kr./dollar en gengi dollars í dag er um það bil 114 krónur og því fengi Magma mun fleiri dollara fyrir krónurnar sínar en þeir létu. Þetta er þó háð því að fyrirtækið fái að kaupa dollara á seðlabankagengi.

Morgunblaðið hefur eftir Ólafi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Stafa og formanns viðræðunefndar lífeyrissjóðanna, að fjórtán sjóðir taki þátt í verkefninu en hann vill þó ekki nefna neinn þeirra ef einhver skyldi heltast úr lestinni.