Magnea Þórey Hjálmarsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Flugleiðahótela. Kári Kárason, sem gegnt hefur því starfi undanfarin ár hefur verið ráðinn til ICELEASE, nýs flugvélaleigufyrirtækis innan FL GROUP.

Flugleiðahótel er stærsta hótelfyrirtæki landsins. Það rekur 22 hótel í tveimur hótelkeðjum, Icelandair Hotels sem eru heilsárshótel og Edduhótelin sem er keðja sumarhótela um allt land.

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir lauk námi í hótelstjórnun frá IHTTI, Neuchatel í Sviss árið 1991 og MBA námi frá University of Surrey 2003. Hún hóf hótelferil sinn í Sviss þaðan sem hún fór til Japan áður en hún hóf störf á Holiday Inn Reykjavík 1992-1995, var aðstoðarhótelstjóri Hótels Esju og Loftleiða frá 1996-1998, forstöðumaður landsbyggðarhótela Flugleiðahótela h/f 1998-1999, framkvæmdastjóri ráðstefnunnar ?Konur og lýðræði við árþúsundamót", sem haldin var á vegum ríkisstjórnarinnar 1999. Hún var forstöðumaður Icelandair hotels 1999 ? 2001. Að námi loknu hefur Magnea starfað við Háskólann í Surrey við skipulagningu alþjóðlegra ráðstefna sem og ráðgjafi á sviði markaðsmála og gæðastjórnunar. Magnea er gift Pétri Í. Jónssyni, sölustjóra hjá SKÝRR og eiga þau tvö börn.

Kári Kárason hefur verið framkvæmdastjóri Flugleiðahótela frá árinu 1999, en var áður forstöðumaður á fjármálasviði FL GROUP frá árinu 1994. Hann tekur nú við starfi sem aðstoðarframkvæmdastjóri fyrir ICELEASE, en félagið tók til starfa fyrr á þessu ári og er nýtt fyrirtæki innan FL GROUP sem annast kaup, sölu og leigu flugvéla á alþjóðlegum markaði. ICELEASE ætlað útrásarhlutverk á þessum nýja starfsvettvangi innan FL GROUP og hefur félagið að undanförnu lagt áherslu á Asíumarkað og leigði m.a. fimm Boeing 737-800 þotur til Air China eins og greint var frá fyrir skömmu. Kári tekur hinu nýja starfi 15. júní nk.