Magnús Árni Magnússon, rektor Háskólans á Bifröst, hefur óskað eftir að láta af starfi rektors um áramót. Hann hyggst snúa sér að kennslu og rannsóknum, að því er kemur fram á fréttasíðunni Skesskuhorni.

Segir að samkomulag sé um að hann starfi áfram sem dósent við skólann. Bryndís Hlöðversdóttir, dósent og deilarforseti lagadeildar, hefur verið ráðin rektor í stað Magnúsar. Formleg rektoraskipti verða þann 5. janúar á næsta ári.