Magnús Árni Magnússon, stjórnmála- og hagfræðingur, hefur verið ráðinn forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Magnús tekur við starfinu af Friðrik H. Jónssyni, prófessor.

Magnús starfaði sem aðstoðarrektor og deildarforseti við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá 2001 - 2006 og því næst sem ráðgjafi og partner hjá Capacent til 2008 þegar hann réðst til starfa hjá Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs sem framkvæmdastjóri skóla skapandi greina. Magnús hefur jafnframt verið aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og kennt námskeið í grunn- og meistaranámi.