Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar Landsvirkjunar, hefur tekið sæti í stjórn Farice.

Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Glitnis
Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Glitnis
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Aðrir í stjórn eru: Karl Alvarsson, formaður stjórnar, Kristján Gunnarsson, varaformaður, Egill Tryggvason og Pétur Richter. Landsvirkjun skipar tvo menn í stjórn, Fjármálaráðuneyti tvo og Arion banki einn.

Íslenska ríkið er stærsti eigandi Farice ehf. sem á bæði Farice og Danice-sæstrengina. Eignarhlutur ríkisins í fyrirtækinu er 28,07% en auk þess á Landsvirkjun 26,69% hlut í félaginu og Landsbankinn á 1,05%. Því má segja að 56,26% hlutur sé í eigu hins opinbera.