Magnús Kristinsson, stjórnarmaður í Straumi-Burðarás, hefur aukið við hlut sinn í félaginu. Tvö af félögum Magnúsar hafa flaggað aukningu, annars vegar MK-44 ehf og hins vegar Smáey ehf. Til saman kaupa þessi félög 35,5 milljónir hluta á genginu 19,3 og er kaupverðið nálægt 685 milljónum króna.

Magnús var sem kunnugt er feldur sem varaformaður stjórnar Straums-Burðarás á stjórnarfundi eftir aðalfund félagsins um síðustu helgi.

Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar er Magnús nú skráður fyrir 1.487.398.757 hlutum og miðað við kaupgengið 19,3 er verðmæti þeirra 28,7 milljarðar króna.